Almennt:  Starfsmenn att.is reyna eftir fremsta megni að tryggja að réttar upplýsingar séu á vefsíðu og verslun att.is. Engin ábyrgð er tekin á innsláttarvillum, myndbrengli eða röngum og úreltum upplýsingum. att.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, reynist vara ófaanleg eða vegna rangra verðupplýsinga

 

Verð:  Verð á vörum á vefsíðu og verslun att.is er staðgreiðsluverð með 24 % virðisaukaskatti nema annað sé tekið fram. Verð geta breyst án fyrirvara.

 

Skilaréttur:  Skilaréttur á vörum er í 14 daga frá útgáfudegi reiknings. Vöru sem skilað er skal vera í upprunalegri pakningu og ástandi, órofið innsigli og allir fylgihlutir með. att.is áskilur sér rétt til að yfirfara vöru áður en hún er tekin til baka. Sé vara í fullkomnu ástandi og ónotuð getur viðskiptavinur valið milli inneignar eða endurgreiðslu. 

 

Ábyrgð:  Ábyrgðartími á búnaði er almennt 2 ár þegar um neytendakaup er að ræða í samræmi við reglur neytendakaupalaga nr. 48/2003. Þegar búnaður er keyptur í atvinnuskyni af lögaðila er ábyrgðartími 1 ár. Ábyrgð nær til framleiðslugalla og efnisgalla á vörum sem seldar eru hjá att.is. att.is ber á engan hátt ábyrgð á slæmri eða rangri meðhöndlun vörunnar eða skemdum í flutningi. att.is er ekki ábyrgt fyrir afleiddum skaða sem rekja má til gallaðra vöru. Viðgerðir vegna ábyrgða skulu fara fram á verkstæði att.is eða öðru verkstæði sem att.is samþykkir. Flutningskostnaður til og frá verkstæði fellur ekki undir ábyrgð. Vara fellur úr ábyrgð ef annar en att.is gerir við vöru eða gerir tilraun til viðgerðar.  att.is áskilur sér rétt á að skipta út vélbúnaði sem bilar á ábyrgðartíma með eins eða sambærilegri vöru ef upp kemur að varahlut sé ekki hægt að fá frá framleiðanda vörunnar.  Sölureikningur telst ábyrgðarskírteini og skal framvísa honum til staðfestingar ábyrgð.

 

att.is er ekki heildsala og áskilur sér rétt til að hafna magnpöntunum

 

Eignaréttur: Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt.  Reikningsviðskipti eða önnur lánaform afnema ekki eignarétt seljanda fyrr en full greiðsla hefur borist.