Persónuvernd og vafrakökur

Vinnsla persónuupplýsinga

Til þess að geta veitt þér góða og stöðuga þjónustu, þá þurfum við að vinna með ákveðnar persónuupplýsingar. Allar persónuupplýsingar sem við vinnum með koma beint frá þér.

Hversu lengi við höldum utan um upplýsingarnar þínar fer eftir tilgangi upplýsinganna, heimild og lögum um bókhald. Okkur ber lögum samkvæmt að geyma upplýsingar um vörukaup og greiðsluupplýsingar (þ.e. staðfestingu á greiðslu frá færsluhirðum) í minnst 7 ár en ekki lengur en í 10 ár.

Hér koma nokkrar útskýringar á þeim persónuupplýsingum sem við söfnum, af hverju við söfnum og þeim og hvernig við fáum heimildir fyrir söfnuninni. Þú hefur alltaf rétt á því að óska eftir afriti af persónuupplýsingunum þínum, leiðrétta upplýsingarnar sem við geymum eða afturkalla heimild okkar til að vinna með þær og láta okkur eyða þeim. Þessi réttur er samkvæmt lögum um persónuvernd, sbr. 17. og 20. gr. laga nr. 90/2018. Þá átt þú einnig rétt á að flytja eigin gögn eða takmarka okkar notkun á vinnslu persónuupplýsinga um þig, að uppfylltum nánar tilteknum skilyrðum. Þú mátt einnig andmæla vinnslunni skv. 21. gr. laganna.

 

Tengiliðaupplýsingar

Til að geta verið í samskiptum við þig, ásamt því að uppfylla þjónustu á borð við heimsendingarþjónustu og til að tryggja þín réttindi t.d. vegna vöruskila eða gerð reikninga, þá þurfum við að halda utan um nafn þitt, heimilisfang, netfang og símanúmer.

Þessum upplýsingum deilum við ekki með þriðja aðila, nema þá í þeim tilfellum þar sem við notum þriðja aðila til að uppfylla ákveðna þjónustu. Þetta á m.a. við þegar við nýtum flutningsaðila til að uppfylla heimsendingarþjónustu á vörupöntunum eða viðgerðaraðila til að uppfylla ábyrgðarþjónustu.

Ef þú velur að skrá þig á póstlista okkar þá nýtum við einnig þessar upplýsingar til að senda þér auglýsingar og upplýsingar um tilboð. Þér stendur alltaf til boða að stöðva notkun þessara upplýsinga í tilgangi markaðssetningar.

 

Greiðsluupplýsingar

Engar kortaupplýsingar eru vistaðar á okkar vefþjónum. Þegar pöntun er gerð þá ferð þú yfir á viðeigandi greiðslusíðu sem sendir okkur svo staðfestingu á að greiðsla hafi borist – en þetta eru þær upplýsingar sem við vinnum með við uppgjör og bókhald.

Við vistum upplýsingar um greiddar pantanir, s.s. hvaða vörur eru verslaðar, hvenær pöntun var gerð og fyrir hvaða upphæð. Þessar upplýsingar, ásamt þínum tengiliðaupplýsingum, eru notaðar til að afgreiða pöntunina og þá þjónustu sem þú hefur valið, hvort sem þú vilt sækja eða fá sent.

 

Vafrakökur

Att.is notar vafrakökur til að viðskiptavinir okkar fái bestu mögulegu upplifun á vefnum og til að vefverslunin virki eðlilega.

Vafrakökur (e. Cookies) eru litlar skrár sem hlaðast þegar notendur fara inn á ákveðin vefsæði og vistast á tækið sem notast er við. Þessar vafrakökur hjálpa vefsíðunni að greina á milli notenda á vefnum og hvernig þeir vilja nota vefinn.

Við notum einnig vafrakökur til að greina umferðina á okkar vefsvæði og til að beina auglýsingum til okkar markhópa. Við notum Google Analytics til að mæla umferð um vefinn okkar, en þær upplýsingar eru ekki persónugreinanlegar. Þá notum við einnig Facebook og Google Ads til að birta auglýsingar til okkar notenda, en þar er heldur ekki notast við persónugreinalegar upplýsingar.

Með því að nota síðuna samþykkir þú notkun vefs okkar á vafrakökum.

 

Aðrar upplýsingar

Aðrar upplýsingar sem við vinnum með eru alls kyns tölfræðilegar upplýsingar, sem eru ópersónugreinanlegar upplýsingar og því ekki hægt að rekja til stakra viðskiptavina. Þetta eru t.d. upplýsingar um heildarfjölda pantana, heimsóknir á vef, notkun afsláttarkóða o.s.frv.

Atvinnuumsóknir eru aðeins aðgengilegar þeim sem þurfa og eru meðhöndlaðar sem algjört trúnaðarmál.


Ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga er Att.is ehf. kt. 501203-2620. Sértu með spurningar eða ábendingar varðandi þessi atriði skaltu senda tölvupóst á [email protected].

Viljir þú leggja fram kvörtun vegna vinnslu persónuupplýsinga þá er þér velkomið að hafa samband við Persónuvernd. Skrifstofa hennar er að Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík, netfang: [email protected].